Tottenham vann Evrópudeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2025 21:00 Leikmenn Tottenham fallast í faðma að leik loknum. Þetta er fyrsti stóri titill félagsins síðan 2008. Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. Fyrri hálfleikurinn bauð upp á lítið fjör og fá færi fram að markinu. Liðin fengu sitt hvoran sénsinn, Amad Diallo skaut rétt framhjá eftir hornspyrnu og Andre Onana varði skot sem Brennan Johnson tók af stuttu færi eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi United. Sjálfsmark hjá Shaw Tottenham tók forystuna rétt fyrir hálfleik. Eftir fína sókn upp vinstri vænginn átti Pape Sarr fyrirgjöf sem Brennan Johnson réðst á, en það var Luke Shaw sem setti boltann óvart í eigið net. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Brennan Johnson og Luke Shaw voru í boltanum sem fann leið yfir línuna. Ryan Pierse/Getty Images Línubjörgun um miðjan seinni hálfleik Tottenham fór því með forystuna inn í hálfleikinn og varði hana af hörku í seinni hálfleik. Rasmus Höjlund var næstum því búinn að jafna metin með skalla á markið á 68. mínútu en Micky Van de Ven kastaði sér fyrir og hreinsaði af línu. Micky Van de Ven átti ótrúlega línubjörgun. Michael Steele/Getty Images) Línubjörgunin gaf United mönnum aukna trú og þeir blésu til betri sóknar. Gerðu tvöfalda breytingu á liðinu og hresstu upp í hlutunum. Alejandro Garnacho kom inn á og átti gott skot á markið sem var varið. Tottenham varðist hins vegar með alla sína ellefu menn á eigin vallarhelmingi, sem gerði United erfitt fyrir. Þrátt fyrir sjö mínútna uppbótartíma tókst United ekki að skapa sér færið sem liðið þurfti. Vel skipulögð vörn Tottenham kom í veg fyrir það. Luke Shaw reyndi að bæta upp fyrir sjálfsmarkið og átti frábæran skalla úr síðustu sókn leiksins, en Vicario var vel vakandi og varði. United fékk reyndar hornspyrnu síðan, og sendi meira að segja markmanninn Andre Onana fram, en ekkert kom upp úr henni. Tottenham hélt út, fagnaði 1-0 sigri og varð Evrópudeildarmeistari. Gleðin var gríðarleg á Ölveri þegar stuðningsmannaklúbbur Tottenham sá liðið vinna Evrópudeildina. Evrópudeild UEFA
Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. Fyrri hálfleikurinn bauð upp á lítið fjör og fá færi fram að markinu. Liðin fengu sitt hvoran sénsinn, Amad Diallo skaut rétt framhjá eftir hornspyrnu og Andre Onana varði skot sem Brennan Johnson tók af stuttu færi eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi United. Sjálfsmark hjá Shaw Tottenham tók forystuna rétt fyrir hálfleik. Eftir fína sókn upp vinstri vænginn átti Pape Sarr fyrirgjöf sem Brennan Johnson réðst á, en það var Luke Shaw sem setti boltann óvart í eigið net. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Brennan Johnson og Luke Shaw voru í boltanum sem fann leið yfir línuna. Ryan Pierse/Getty Images Línubjörgun um miðjan seinni hálfleik Tottenham fór því með forystuna inn í hálfleikinn og varði hana af hörku í seinni hálfleik. Rasmus Höjlund var næstum því búinn að jafna metin með skalla á markið á 68. mínútu en Micky Van de Ven kastaði sér fyrir og hreinsaði af línu. Micky Van de Ven átti ótrúlega línubjörgun. Michael Steele/Getty Images) Línubjörgunin gaf United mönnum aukna trú og þeir blésu til betri sóknar. Gerðu tvöfalda breytingu á liðinu og hresstu upp í hlutunum. Alejandro Garnacho kom inn á og átti gott skot á markið sem var varið. Tottenham varðist hins vegar með alla sína ellefu menn á eigin vallarhelmingi, sem gerði United erfitt fyrir. Þrátt fyrir sjö mínútna uppbótartíma tókst United ekki að skapa sér færið sem liðið þurfti. Vel skipulögð vörn Tottenham kom í veg fyrir það. Luke Shaw reyndi að bæta upp fyrir sjálfsmarkið og átti frábæran skalla úr síðustu sókn leiksins, en Vicario var vel vakandi og varði. United fékk reyndar hornspyrnu síðan, og sendi meira að segja markmanninn Andre Onana fram, en ekkert kom upp úr henni. Tottenham hélt út, fagnaði 1-0 sigri og varð Evrópudeildarmeistari. Gleðin var gríðarleg á Ölveri þegar stuðningsmannaklúbbur Tottenham sá liðið vinna Evrópudeildina.