Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 22:28 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, var ekki par sáttur við vinnubrögð Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, baðst auðmjúkur afsökunar. Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. „Þetta glæsilega skilti sem Vegagerðin reisti nýverið er fyrirtaks dæmi um nokkrar algengari stafsetningar- og málfarsvillur okkar fallega tungumáls,“ skrifaði Pálmi Kormákur og birti mynd af skiltinu í Facebook-hópnum Málspjallinu. Þá sagði hann þá lýsingu að tala um veg sem liggi um heiði, frekar en að þvera hana, vekja upp áhugavert ósamræmi í máltilfinningu sumra. „Hvað kemur þú auga á margar villur?“ spurði Pálmi svo notendur Málspjallsins. Allavega fimm villur, ef ekki fleiri Fjöldi fólks listaði upp villurnar á skiltinu í ummælum við færsluna. Þar á meðal Davíð Oddsson, þó ekki stjórnmálamaðurinn, sem taldi alls fimm villur en sá ekkert að því að talað væri um að vegurinn lægi um heiðina. Villurnar voru eftirfarandi samkvæmt Davíð Oddssyni: Auka R í VESTFJARÐA(R)VEGUR Stafavíxl; ka(lf)a. Punktur í stað tvípunkts: Verklok(.) Vantar punkt á eftir 30 (þrítugasti). Það er óhefðbundið að nota stóran staf í mánaðaheitum (September). Aðrir töldu sig finna enn fleiri villur, of mikið bil væri á eftir kommu í 8,0 km, hástafir væru ofnotaðir og bil væru víða of mikil. Flestallir sem skrifuðu ummæli við færsluna hneyksluðust á vinnubrögðunum. Þar á meðal sagði Kjartan Eggertsson skiltið vera „dapurt dæmi“ um hvert stefnir. „Þetta er fyrst og fremst dæmi um ófyrirgefanlega hroðvirkni. Ekkert af þessu er dæmi um málbreytingar,“ svaraði þá Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Frágangurinn til skammar Eiríkur, sem mörgum harðlínumönnum málfarseftirlits hefur þótt taka of mjúkum höndum á vitlausu málfari fólks, tók málið hins vegar engum vettlingatökum og tók Vegagerðina á teppið. Eiríkur var ekki sáttur með vinnubrögðin.Vísir/Vilhelm „Gagnrýni á málfar einstaklinga er óheimil í þessum hópi en hér gegnir öðru máli. Hér er það opinber stofnun sem á í hlut og þessi frágangur er til skammar. Hvað segir þú um þetta, G. Pétur Matthíasson? Er þetta forsvaranlegt?“ spurði hann í öðrum ummælum og merkti upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar sérstaklega. „Nei þetta er ekki í lagi, það er búið að taka skiltið niður,“ svaraði upplýsingafulltrúinn G. Pétur. G. Pétur Matthíasson baðst afsökunar á skiltinu.Vísir/Einar „Gott - en ég skil bara ekki hvernig svona getur gerst. Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ spurði Eiríkur þá. „Verktakinn útbýr skiltin sem er þó engin afsökun fyrir okkur, því auðvitað eigum við að hafa eftirlit með þessu einsog öllu öðru. Þannig að þetta er hvatning um að gera betur og ég verð að tryggja að við í samskiptadeildinni verðum fengin til að lesa yfir í framtíðinni,“ svaraði G. Pétur þá. Aðrir slógu hins vegar á léttari strengi í umræðuþræðinum. Rauður penni nauðsynlegur og fróðleg kalfalengd „Í öllum hanskahólfum ætti að vera rauður tússpenni, svo ökumenn geti brugðist snarlega við svona skiltleysum,“ skrifaði Einar Baldvin Pálsson við færsluna. Illuga Jökulssyni, dagskrárgerðarmanni, fannst fróðlegt að fá upplýsingar um kalfalengd. „Mér finnst nú engin ástæða til að gera of mikið veður út af þessu. Það er til dæmis fróðlegt að fá þó þetta nákvæmar upplýsingar um lengd kalfa,“ skrifaði hann. Jóhann Hlíðar Harðarson, túlkur og fyrrverandi fréttamaður, stríddi G. Pétri aðeins og skrifaði: „Hannaðir þú þetta skilti G. Pétur?“ „Ekki svo gott - en ég lét taka það niður 😊“ svaraði upplýsingafulltrúinn sem þurfti þó á endanum að draga í land: „Var að fá nýjar upplýsingar, skiltið verður ekki tekið niður heldur mun verktakinn líma nýjan texta yfir allt skiltið - vonandi gengur það fljótt og vel fyrir sig. Villulaust.“ Íslensk tunga Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Þetta glæsilega skilti sem Vegagerðin reisti nýverið er fyrirtaks dæmi um nokkrar algengari stafsetningar- og málfarsvillur okkar fallega tungumáls,“ skrifaði Pálmi Kormákur og birti mynd af skiltinu í Facebook-hópnum Málspjallinu. Þá sagði hann þá lýsingu að tala um veg sem liggi um heiði, frekar en að þvera hana, vekja upp áhugavert ósamræmi í máltilfinningu sumra. „Hvað kemur þú auga á margar villur?“ spurði Pálmi svo notendur Málspjallsins. Allavega fimm villur, ef ekki fleiri Fjöldi fólks listaði upp villurnar á skiltinu í ummælum við færsluna. Þar á meðal Davíð Oddsson, þó ekki stjórnmálamaðurinn, sem taldi alls fimm villur en sá ekkert að því að talað væri um að vegurinn lægi um heiðina. Villurnar voru eftirfarandi samkvæmt Davíð Oddssyni: Auka R í VESTFJARÐA(R)VEGUR Stafavíxl; ka(lf)a. Punktur í stað tvípunkts: Verklok(.) Vantar punkt á eftir 30 (þrítugasti). Það er óhefðbundið að nota stóran staf í mánaðaheitum (September). Aðrir töldu sig finna enn fleiri villur, of mikið bil væri á eftir kommu í 8,0 km, hástafir væru ofnotaðir og bil væru víða of mikil. Flestallir sem skrifuðu ummæli við færsluna hneyksluðust á vinnubrögðunum. Þar á meðal sagði Kjartan Eggertsson skiltið vera „dapurt dæmi“ um hvert stefnir. „Þetta er fyrst og fremst dæmi um ófyrirgefanlega hroðvirkni. Ekkert af þessu er dæmi um málbreytingar,“ svaraði þá Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Frágangurinn til skammar Eiríkur, sem mörgum harðlínumönnum málfarseftirlits hefur þótt taka of mjúkum höndum á vitlausu málfari fólks, tók málið hins vegar engum vettlingatökum og tók Vegagerðina á teppið. Eiríkur var ekki sáttur með vinnubrögðin.Vísir/Vilhelm „Gagnrýni á málfar einstaklinga er óheimil í þessum hópi en hér gegnir öðru máli. Hér er það opinber stofnun sem á í hlut og þessi frágangur er til skammar. Hvað segir þú um þetta, G. Pétur Matthíasson? Er þetta forsvaranlegt?“ spurði hann í öðrum ummælum og merkti upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar sérstaklega. „Nei þetta er ekki í lagi, það er búið að taka skiltið niður,“ svaraði upplýsingafulltrúinn G. Pétur. G. Pétur Matthíasson baðst afsökunar á skiltinu.Vísir/Einar „Gott - en ég skil bara ekki hvernig svona getur gerst. Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ spurði Eiríkur þá. „Verktakinn útbýr skiltin sem er þó engin afsökun fyrir okkur, því auðvitað eigum við að hafa eftirlit með þessu einsog öllu öðru. Þannig að þetta er hvatning um að gera betur og ég verð að tryggja að við í samskiptadeildinni verðum fengin til að lesa yfir í framtíðinni,“ svaraði G. Pétur þá. Aðrir slógu hins vegar á léttari strengi í umræðuþræðinum. Rauður penni nauðsynlegur og fróðleg kalfalengd „Í öllum hanskahólfum ætti að vera rauður tússpenni, svo ökumenn geti brugðist snarlega við svona skiltleysum,“ skrifaði Einar Baldvin Pálsson við færsluna. Illuga Jökulssyni, dagskrárgerðarmanni, fannst fróðlegt að fá upplýsingar um kalfalengd. „Mér finnst nú engin ástæða til að gera of mikið veður út af þessu. Það er til dæmis fróðlegt að fá þó þetta nákvæmar upplýsingar um lengd kalfa,“ skrifaði hann. Jóhann Hlíðar Harðarson, túlkur og fyrrverandi fréttamaður, stríddi G. Pétri aðeins og skrifaði: „Hannaðir þú þetta skilti G. Pétur?“ „Ekki svo gott - en ég lét taka það niður 😊“ svaraði upplýsingafulltrúinn sem þurfti þó á endanum að draga í land: „Var að fá nýjar upplýsingar, skiltið verður ekki tekið niður heldur mun verktakinn líma nýjan texta yfir allt skiltið - vonandi gengur það fljótt og vel fyrir sig. Villulaust.“
Íslensk tunga Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira