„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ágúst Orri Arnarson og Arnar Skúli Atlason skrifa 21. maí 2025 23:35 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. „Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira