Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2025 10:13 Color Run hefur verið haldið í Laugardal í Reykjavík síðustu árin. Vísir/Steingrímur Dúi Litahlaupið, eða The Color Run, mun fara fram í Kópavogi í ár en hlaupið hefur farið fram í Laugardal síðustu ár. Í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins segir að það muni fara fram í Kópavogsdal í tilefni af sjötíu ára afmælis Kópavogs en hlaupið verður haldið í tíunda sinn hér á landi í sumar. „Litahlaupið fagnar 10 ára afmæli sínu á Íslandi þann 16. ágúst næstkomandi og mun flytja sig um set en hingað til hefur viðburðurinn verið haldinn í Reykjavík, auk þess að hafa einnig farið fram á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. „Okkur finnst mjög spennandi að koma í Kópavoginn og leyfa þátttakendum að hlaupa um Kópavogsdalinn. Gönguleiðin frá Kópavogsvelli að Digraneskirkju er algjör útivistarparadís sem fólk elskar að ganga og skokka. Það eru nokkur svæði á höfuðborgarsvæðinu sem búa yfir þessum eiginleika og við erum því mjög spennt að geta loksins boðið þátttakendum eina af þessum hlaupaleiðum,“ er haft eftir Ragnari Má Vilhjálmssyni, verkefnastjóra The Color Run á Íslandi. Þá er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs að bærinn hafi upp á afmæli bæjarins með ýmsum viðburðum og uppákomum í ár. „Kópavogur hefur jafnan verið kallaður íþróttabær og því fannst okkur tilvalið að fá sennilega skemmtilegasta og litríkasta íþróttaviðburð landsins til að fagna afmælinu með okkur og erum virkilega ánægð að fá Litahlaupið í bæinn okkar í ár,” segir Ásdís. Viðburðurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst við Kópavogsvöll þaðan sem þátttakendur hlaupa 5km leið í gegnum Smárahverfið og Kópavogsdalinn. Kópavogur Hlaup Reykjavík Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins segir að það muni fara fram í Kópavogsdal í tilefni af sjötíu ára afmælis Kópavogs en hlaupið verður haldið í tíunda sinn hér á landi í sumar. „Litahlaupið fagnar 10 ára afmæli sínu á Íslandi þann 16. ágúst næstkomandi og mun flytja sig um set en hingað til hefur viðburðurinn verið haldinn í Reykjavík, auk þess að hafa einnig farið fram á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. „Okkur finnst mjög spennandi að koma í Kópavoginn og leyfa þátttakendum að hlaupa um Kópavogsdalinn. Gönguleiðin frá Kópavogsvelli að Digraneskirkju er algjör útivistarparadís sem fólk elskar að ganga og skokka. Það eru nokkur svæði á höfuðborgarsvæðinu sem búa yfir þessum eiginleika og við erum því mjög spennt að geta loksins boðið þátttakendum eina af þessum hlaupaleiðum,“ er haft eftir Ragnari Má Vilhjálmssyni, verkefnastjóra The Color Run á Íslandi. Þá er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs að bærinn hafi upp á afmæli bæjarins með ýmsum viðburðum og uppákomum í ár. „Kópavogur hefur jafnan verið kallaður íþróttabær og því fannst okkur tilvalið að fá sennilega skemmtilegasta og litríkasta íþróttaviðburð landsins til að fagna afmælinu með okkur og erum virkilega ánægð að fá Litahlaupið í bæinn okkar í ár,” segir Ásdís. Viðburðurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst við Kópavogsvöll þaðan sem þátttakendur hlaupa 5km leið í gegnum Smárahverfið og Kópavogsdalinn.
Kópavogur Hlaup Reykjavík Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Sjá meira