Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2025 10:31 Reynir (t.v.) kyssir Íslandsmeistarabikarinn. Vísir/Anton Brink Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira