„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2025 22:25 Guðni var hressari en þetta eftir leik. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti