Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 08:59 Fjölmörg hitamet voru slegin á landinu á tíu daga tímabili í maí, landsmönnum til mikillar gleði. Vísir/Anton Brink Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. Frá þessu er greint í umfjöllun Veðurstofunnar um hitabylgjuna, sem var að mati veðurfræðinga óvenjuleg og merkileg. Þar segir að hitabylgjan hafi orsakast af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. „Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.“ Meðalhiti 10 stigum yfir meðalhita síðustu tíu ára Mjög hlýtt og bjart var á landinu öllu þessa daga og hiti langt yfir því sem vanalegt er á þessum árstíma. Í umfjölluninni segir að hlýjast hafi verið á hálendinu norðaustan- og austanlands að tiltölu þar sem meðalhiti þessara tíu daga maímánaðar hafi verið um 10 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Ekki hafi orðið jafn hlýtt við suður- og suðausturströndina, en þar hafi hitinn samt verið um þremur stigum yfir meðallagi sömu ára. Sem fyrr segir mældist hiti 20 stig eða meiri einhvers staðar á landinu tíu daga í röð en slíkir dagar hafa verið tveir til þrír að meðaltali í maí síðastliðin ár, og í raun er ekkert algilt að slíkir dagar komi í maí. Hiti náði einnig 20 stigum þann 7. maí þannig að heildarfjöldi slíkra daga er 11 það sem af er maímánuði 2025. Hlýindin náðu hámarki helgina 17. og 18. maí. Þá daga fór hitinn samkvæmt umfjölluninni upp í 20 stig eða meira á um helmingi allra veðurstöðva landsins. Meðalhiti á landsvísu var einnig hæstur þessa tvo daga. Fjöldi hitameta sleginn Þá segir að maímánuður hafi í raun allur verið einstaklega hlýr hingað til. Þegar landsmeðalhiti hvers sólarhrings er borinn saman við meðaltal síðustu 10 ára sést að hitavikið var lítillega neikvætt tvo daga mánaðarins, en jákvætt aðra daga, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Landsmeðalhiti hvers dags á tímabilinu 1. til 22.maí 2025, miðað við síðustu tíu ár.Veðurstofa Íslands Á mörgum veðurstöðvum víðs vegar um landið hefur meðalhiti fyrstu 22 daga maímánaðar aldrei verið eins hár, til dæmis á mönnuðu stöðvunum í Stykkishólmi, Reykjavík, Dalatanga og Vatnsskarðshólum. Þá segir að sérstaklega hlýtt hafi verið á Norðausturlandi. Á Akureyri, sem á yfir 100 ára mælisögu, hafi meðalhiti þessara fyrstu 22 daga verið 10,9 stig, sem er langtum hlýrra en þessir dagar hafa nokkurn tímann verið. Það sama eigi við á mönnuðu veðurstöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum þar sem meðalhitinn var tæp 10 stig og sá langhæsti þar, yfir þetta tímabil, frá upphafi mælinga. Loks kemur fram að maíhitamet hafi verið slegin á miklum fjölda veðurstöðva um land allt í hitabylgjunni. Hæstur fór hitinn í 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli þann 15. maí og er það nýtt maíhitamet fyrir landið. Fyrir þann tíma var hámarkshiti maímánaðar 25,6 stig á Vopnafirði þann 26. maí 1992. Metið frá 1992 hafi síðan verið slegið þrisvar sinnum til viðbótar næstu daga í ólíkum landshornum: Aftur á Egilsstaðaflugvelli þann 17. maí þegar hiti mældist 26,4 stig, á Végeirsstöðum í Fnjóskadal þann 17. maí þegar hiti mældist 26,0 stig og í Húsafelli þann 18. maí þegar hiti mældist 25,7 stig. Veður Sólin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira
Frá þessu er greint í umfjöllun Veðurstofunnar um hitabylgjuna, sem var að mati veðurfræðinga óvenjuleg og merkileg. Þar segir að hitabylgjan hafi orsakast af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. „Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.“ Meðalhiti 10 stigum yfir meðalhita síðustu tíu ára Mjög hlýtt og bjart var á landinu öllu þessa daga og hiti langt yfir því sem vanalegt er á þessum árstíma. Í umfjölluninni segir að hlýjast hafi verið á hálendinu norðaustan- og austanlands að tiltölu þar sem meðalhiti þessara tíu daga maímánaðar hafi verið um 10 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Ekki hafi orðið jafn hlýtt við suður- og suðausturströndina, en þar hafi hitinn samt verið um þremur stigum yfir meðallagi sömu ára. Sem fyrr segir mældist hiti 20 stig eða meiri einhvers staðar á landinu tíu daga í röð en slíkir dagar hafa verið tveir til þrír að meðaltali í maí síðastliðin ár, og í raun er ekkert algilt að slíkir dagar komi í maí. Hiti náði einnig 20 stigum þann 7. maí þannig að heildarfjöldi slíkra daga er 11 það sem af er maímánuði 2025. Hlýindin náðu hámarki helgina 17. og 18. maí. Þá daga fór hitinn samkvæmt umfjölluninni upp í 20 stig eða meira á um helmingi allra veðurstöðva landsins. Meðalhiti á landsvísu var einnig hæstur þessa tvo daga. Fjöldi hitameta sleginn Þá segir að maímánuður hafi í raun allur verið einstaklega hlýr hingað til. Þegar landsmeðalhiti hvers sólarhrings er borinn saman við meðaltal síðustu 10 ára sést að hitavikið var lítillega neikvætt tvo daga mánaðarins, en jákvætt aðra daga, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Landsmeðalhiti hvers dags á tímabilinu 1. til 22.maí 2025, miðað við síðustu tíu ár.Veðurstofa Íslands Á mörgum veðurstöðvum víðs vegar um landið hefur meðalhiti fyrstu 22 daga maímánaðar aldrei verið eins hár, til dæmis á mönnuðu stöðvunum í Stykkishólmi, Reykjavík, Dalatanga og Vatnsskarðshólum. Þá segir að sérstaklega hlýtt hafi verið á Norðausturlandi. Á Akureyri, sem á yfir 100 ára mælisögu, hafi meðalhiti þessara fyrstu 22 daga verið 10,9 stig, sem er langtum hlýrra en þessir dagar hafa nokkurn tímann verið. Það sama eigi við á mönnuðu veðurstöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum þar sem meðalhitinn var tæp 10 stig og sá langhæsti þar, yfir þetta tímabil, frá upphafi mælinga. Loks kemur fram að maíhitamet hafi verið slegin á miklum fjölda veðurstöðva um land allt í hitabylgjunni. Hæstur fór hitinn í 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli þann 15. maí og er það nýtt maíhitamet fyrir landið. Fyrir þann tíma var hámarkshiti maímánaðar 25,6 stig á Vopnafirði þann 26. maí 1992. Metið frá 1992 hafi síðan verið slegið þrisvar sinnum til viðbótar næstu daga í ólíkum landshornum: Aftur á Egilsstaðaflugvelli þann 17. maí þegar hiti mældist 26,4 stig, á Végeirsstöðum í Fnjóskadal þann 17. maí þegar hiti mældist 26,0 stig og í Húsafelli þann 18. maí þegar hiti mældist 25,7 stig.
Veður Sólin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira