Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 12:09 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir að það væri mikill missir ef hallarbylting leiði til þess að Sanna Magdalena færi sig um set. vilhelm/ívar Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira