Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 10:07 Marilyn Monroe kunni þá kúnst að stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Hér í Palm Springs í Kaliforníu 1954. Hún lést á dularfullan hátt 1962 en væri 99 ára gömul hefði hún lifað. Baron/Hulton Archive/Getty Images Var Marilyn Monroe, þessi frægasta kvikmyndastjarna heims, myrt? Myrti mafían Marilyn Monre? Eða stóðu Kennedy-bræður kannski að andláti hennar? CIA? Flókið net samsæriskenninga er um dularfullan dauða Marilyn. Mafían, CIA, Kennedy-bræður, ástir, losti, fíkn og svik fléttast saman í víðfeðman sagnavef. Var dauði Marilyn Monroe einfaldlega harmleikur brotinnar konu – eða komu valdamiklir karlar að andláti hennar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins leiða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir hlustendur í gegnum þrálátar samsæriskenningar sem hafa umvafið dauða hennar í rúm sextíu ár. Flakkaði á milli fósturheimila Marilyn, sem fæddist sem Norma Jeane Mortenson þann 1. júní 1926, væri 99 ára í dag. Æska hennar var stormasöm og mörkuð stórum áföllum. Hún þekkti aldrei pabba sinn og móðir hennar glímdi við alvarleg geðræn veikindi. Norma litla flakkaði á milli ellefu fósturheimila og munaðarleysingjahæla og var oftar en einu sinni beitt ofbeldi af þeim sem áttu að gæta hennar. Hún giftist fyrst aðeins sextán ára gömul til að komast í eitthvað skjól. Ein þekktasta mynd sem tekin var af Marilyn en þarna er hún ásamt Tom Ewell við tökur á myndinni The Seven Year Itch. Síðar varð hún ein skærasta kvikmyndastjarna heims, táknmynd kynþokka og frægðar. Táknmynd sem heldur áfram að höfða til fólks sem fæddist löngu eftir andlát hennar. Frægðin kom ekki af sjálfu sér, Marilyn ætlaði sér langt og gerði það sem ofur karllæg draumaverksmiðja Hollywood krafðist af ungum kvenstjörnum þess tíma. Síðar varð það Marilyn að keppikefli að hafa stjórn á eigin frama og ímynd. Hún varð til dæmis fyrsta konan í Hollywood til þess að stofna eigin framleiðslufyrirtæki. Frægð, fegurð og fíkn En Marilyn var líka viðkvæm sál sem barðist við andlega vanlíðan og fíkn. Hún lést aðfaranótt 5. ágúst 1962, aðeins 36 ára gömul. Opinbera skýringin var „líklegt sjálfsvíg“ vegna banvæns skammts svefnlyfja. En um leið og ljósið slokknaði í glitrandi heimi hennar kviknaði logi grunsemda eins og glóandi aska undir fölri yfirborðsskán. Sagan sem hefur spunnist um síðustu stundir hennar er vefur ofinn úr frægð, fegurð, fíkn, kynlífi og valdatengslum – ógnvænlegt samtvinnaður þræðingur sem sumir telja fela meira en opinber skýring segir. Þegar kona sem var kölluð fallegasta kona heims – sem laðaði að sér valdamenn eins og sírena dregur sjómenn í djúpið – deyr í blóma lífsins, verður nánast óhjákvæmilegt að til verði vangaveltur, sögusagnir og að endingu samsæriskenningar. Grunsemdir beinast meðal annars að mafíunni, Kennedy-bræðrum, CIA, kvikmyndaverinu sem hún vann fyrir og læknum hennar sjálfrar. Skuggavaldið tekst á við þessar kenningar í þætti sem nú er aðgengilegur í öllum helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Hlaðvörp Einu sinni var... Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Var dauði Marilyn Monroe einfaldlega harmleikur brotinnar konu – eða komu valdamiklir karlar að andláti hennar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins leiða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir hlustendur í gegnum þrálátar samsæriskenningar sem hafa umvafið dauða hennar í rúm sextíu ár. Flakkaði á milli fósturheimila Marilyn, sem fæddist sem Norma Jeane Mortenson þann 1. júní 1926, væri 99 ára í dag. Æska hennar var stormasöm og mörkuð stórum áföllum. Hún þekkti aldrei pabba sinn og móðir hennar glímdi við alvarleg geðræn veikindi. Norma litla flakkaði á milli ellefu fósturheimila og munaðarleysingjahæla og var oftar en einu sinni beitt ofbeldi af þeim sem áttu að gæta hennar. Hún giftist fyrst aðeins sextán ára gömul til að komast í eitthvað skjól. Ein þekktasta mynd sem tekin var af Marilyn en þarna er hún ásamt Tom Ewell við tökur á myndinni The Seven Year Itch. Síðar varð hún ein skærasta kvikmyndastjarna heims, táknmynd kynþokka og frægðar. Táknmynd sem heldur áfram að höfða til fólks sem fæddist löngu eftir andlát hennar. Frægðin kom ekki af sjálfu sér, Marilyn ætlaði sér langt og gerði það sem ofur karllæg draumaverksmiðja Hollywood krafðist af ungum kvenstjörnum þess tíma. Síðar varð það Marilyn að keppikefli að hafa stjórn á eigin frama og ímynd. Hún varð til dæmis fyrsta konan í Hollywood til þess að stofna eigin framleiðslufyrirtæki. Frægð, fegurð og fíkn En Marilyn var líka viðkvæm sál sem barðist við andlega vanlíðan og fíkn. Hún lést aðfaranótt 5. ágúst 1962, aðeins 36 ára gömul. Opinbera skýringin var „líklegt sjálfsvíg“ vegna banvæns skammts svefnlyfja. En um leið og ljósið slokknaði í glitrandi heimi hennar kviknaði logi grunsemda eins og glóandi aska undir fölri yfirborðsskán. Sagan sem hefur spunnist um síðustu stundir hennar er vefur ofinn úr frægð, fegurð, fíkn, kynlífi og valdatengslum – ógnvænlegt samtvinnaður þræðingur sem sumir telja fela meira en opinber skýring segir. Þegar kona sem var kölluð fallegasta kona heims – sem laðaði að sér valdamenn eins og sírena dregur sjómenn í djúpið – deyr í blóma lífsins, verður nánast óhjákvæmilegt að til verði vangaveltur, sögusagnir og að endingu samsæriskenningar. Grunsemdir beinast meðal annars að mafíunni, Kennedy-bræðrum, CIA, kvikmyndaverinu sem hún vann fyrir og læknum hennar sjálfrar. Skuggavaldið tekst á við þessar kenningar í þætti sem nú er aðgengilegur í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Hlaðvörp Einu sinni var... Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira