Tíska og hönnun

Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birgitta Líf er geislandi á frönsku rívíerunni.
Birgitta Líf er geislandi á frönsku rívíerunni. SAMSETT

Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Birgitta Líf Björnsdóttir geislar í Suður-Frakklandi um þessar mundir. Hún kann greinilega að pakka fyrir skvísufrí og leikur sér með skemmtilega liti í sólinni á rívíerunni.

Birgitta þræðir strendur og glæsistaði frönsku rívíerunnar í góðum félagsskap vinkvenna sinna. Þær eru góðkunnugar landsmönnum af skjánum og hafa verið með þrjár seríur af raunveruleikaþáttunum LXS á Stöð 2. Vinkonurnar fagna fimm ára afmæli hópsins sem varð til í júní 2020. 

Birgitta Líf nýtur þess til hins ítrasta að klæðast glæsilegum sumarklæðum í sólinni. Hún blandar saman frönskum hátískuhúsum við íslenska hönnun og skandínavísk merki. 

Þakkar guði fyrir Kim Kardashian

Birgitta Líf er mikill aðdáandi annarar athafnarkonu og raunveruleikastjörnu, Kim Kardashian. Kim rekur tískumerkið Skims og rokkaði Birgitta kjól úr samstarfsverkefni Skims og tískurisans Dolce&Gabbana. Hlébarðamynstrið klikkar seint.

Kjóllinn virðist einungis fáanlegur í svörtu núna í örfáum eintökum og kostar 68.500 krónur. Sömuleiðis má finna hlébarðakjól í öðruvísi sniði í vefverslun Skims. Birgitta Líf paraði gyllt Chanel hálsmen við klæðnaðinn og er stórglæsileg rívíeruskvísa. 

Hildur Yeoman við sundlaugarbakkann

Birgitta Líf glæsileg í hönnun Hildar Yeoman.Instagram @birgittalif

Hér klæðist Birgitta Líf bleikum skvísukjól úr nýrri fatalínu Hildar Yeoman. Kjóllinn kostar 56.900 krónur og er fáanlegur hér. Birgitta paraði einfalt silfrað og gyllt skart við kjólinn og sætt hvítt perluhálsmen. 

Svartur klæðnaður á Formúlu 1

Birgitta Líf er aðdáandi Formúlu 1 kappaksturs og naut sín vel í stúkunni í Mónakó þegar hún fylgdist með kappakstursbílunum þeytast hring eftir hring. 

Á þessum viðburði klæddist hún stílhreinum svörtum bol og pilsi með mintugræna Chanel tösku og Chanel hálsmen við. Þá var hún að sjálfsögðu með rauða Ferrari derhúfu til að fullkomna kappaksturslúkkið. 

Dior der og Chanel keðja

Bleiki liturinn er vinsæll hjá Birgittu sem skein skært í ljósbleiku bikiníi á ströndinni. Dior derið og Chanel mittiskeðjan færðu þennan strandarklæðnað upp á næsta plan. 

Gina Tricot á vínekru

LXS skvísurnar skelltu sér í heimsókn á vínekru sem framleiðir uppáhalds rósavín Birgittu, Whispering angel. Stöllurnar voru allar klæddar í fatnað frá sænsku tískukeðjunni Ginu Tricot. 

Birgitta Líf klæddist kremuðu síðu pilsi sem kostar 5595 krónur og hnepptri jakkapeysu í sambærilegum lit sem kostar 7395 krónur. Hún paraði þetta saman við Chanel tösku og stílhrein svört sólgleraugu. 

Birgitta í Ginu Tricot í vínsmökkun. Instagram @birgittalif

Tengdar fréttir

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.