Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2025 12:46 Köttunum var komið í fóstur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið læðu og kettlinga af kattaeiganda á suðvesturhorni landsins sem hafði skilið þá eina eftir á heimilinu án fóðurs og vatns. Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar.
Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira