Handbolti

Alltaf mark­miðið að verða Ís­lands­meistari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórey Anna ætlar sér að verða Íslandsmeistari í kvöld. 
Þórey Anna ætlar sér að verða Íslandsmeistari í kvöld.  vísir/sigurjón

Valur mætir Haukum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Val og getur liðið tryggt sér titilinn með sigri í kvöld.

„Við erum bara mjög spenntar og þetta leggst bara mjög vel í okkur,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals fyrir leikinn í kvöld.

„Það er Íslandsmeistaratitill í húfi og við erum því bara mjög spenntar.“

Valur varð á dögunum Evrópubikarmeistari, liðið varð einnig deildarmeistari á tímabilinu og því gætið liðið unnið þrjá titla á árinu í kvöld.

„Það var í rauninni ekkert erfitt að koma inn í þetta einvígi eftir Evrópukeppnina því það hefur alltaf verið markmiðið okkar að verða Íslandsmeistari í ár. Þetta hefur verið langtímamarkmiðið okkar allt tímabilið.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þóreyju sem var í viðtali við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðtalið hefst þegar 9:40 mínútur eru liðnar af fréttatímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×