Handbolti

Mynda­veisla: Vals­konur Ís­lands­meistarar þriðja árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bikar á loft.
Bikar á loft. Vísir/Ernir

Á mánudagskvöld varð Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta þriðja árið í röð. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis, Ernir Eyjólfsson, tók á meðan leik stóð sem og eftir leik.

Það verður ekki annað sagt en Íslandsmeistararnir séu án alls vafa besta lið landsins. Ekki nóg með að vera vinna sinn þriðja titil í röð heldur unnu Íslandsmeistararnir gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.

Elísa Elíasdóttir skoraði fjögur mörk.Vísir/Ernir
Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í leiknum.Vísir/Ernir
Stefán fékk ekki þá hjálp frá Guði sem hann sagði lið sitt þurfa á að halda eftir tap í öðrum leik liðanna.Vísir/Ernir
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk.Vísir/Ernir
Sigríður Hauksdóttir skorar hér sitt eina mark í leiknum.Vísir/Ernir
Anton Gylfi Pálsson var meðal dómara sem dæmdi leikinn.Vísir/Ernir
Elín Klara Þorkelsdóttir var allt í öllu hjá Haukum, hún skoraði 11 mörk.Vísir/Ernir
Thelma Melsted Björgvinsdóttir nýtti ekki þetta færi.Vísir/Ernir
„Hingað og ekki lengra.“Vísir/Ernir
Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði aðeins eitt mark.Vísir/Ernir
Það var kátt á hjalla.Vísir/Ernir
Hafdís Renötudóttir sér til þess að allar fái faðmlag.Vísir/Ernir
Hildur Björnsdóttir og stöllur til í komandi fagnaðarlæti.Vísir/Ernir
Gleðin við völd.Vísir/Ernir
Íslandsmeistarar 2025.Vísir/Ernir

Tengdar fréttir

„Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“

„Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld.

„Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“

Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Valskonum í kvöld. Tapið þýðir að Valur er Íslandsmeistari þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×