Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:40 Rekstur kísilversins verður stöðvaður í júlí. VÍSIR/VILHELM PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21