Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:32 Stephanie Case hljóp til sigurs í hundrað kílómetra hlaupi, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. @theultrarunnergirl Ofurhlauparinn Stephanie Case náði öllum að óvörum að vinna stærsta ofurmaraþon Bretlands, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum. Hlaup Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum.
Hlaup Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira