Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2025 09:09 Norskir fjölmiðlamenn ræða við Sævar Atla á flugvellinum í Bergen í morgun Mynd: TV2 í Noregi Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. Sævar Atli er án félags eftir að samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby rann út eftir nýafstaðið tímabil og hjá Brann mun hann meðal annars ræða við þjálfarann Frey Alexandersson en Íslendingarnir störfuðu saman hjá Lyngby á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bergensavisen (BA) (@bergensavisen) „Ég hef heyrt góða hluti um borgina sem og tengingu stuðningsmanna og félagsins. Ég hef ekki komið hingað til Bergen áður en þetta lítur út fyrir að vera mjög falleg borg,“ sagði Sævar Atli í samtali við TV 2 í Noregi í morgun. Þá var borin undir hann fullyrðing þjálfara Brann, Freys Alexanderssonar, um að þegar að Sævar Atli sér það sem félagið hefur upp á að bjóða og hittir fólkið sem hjá því starfar sé ekki möguleiki á að hann muni ekki skrifa undir samning hjá Brann. „Ég hef trú á Frey en við þurfum að ræða saman,“ sagði Sævar Atli. „Ég er búinn að tala við hann og einnig við aðstoðarþjálfarann Hartmann.“ Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby hefur hann spilað 126 leiki fyrir félagið, skorað tuttugu mörk og gefið 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Norskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu og hér má finna umfjöllun TV 2. Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Sævar Atli er án félags eftir að samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby rann út eftir nýafstaðið tímabil og hjá Brann mun hann meðal annars ræða við þjálfarann Frey Alexandersson en Íslendingarnir störfuðu saman hjá Lyngby á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bergensavisen (BA) (@bergensavisen) „Ég hef heyrt góða hluti um borgina sem og tengingu stuðningsmanna og félagsins. Ég hef ekki komið hingað til Bergen áður en þetta lítur út fyrir að vera mjög falleg borg,“ sagði Sævar Atli í samtali við TV 2 í Noregi í morgun. Þá var borin undir hann fullyrðing þjálfara Brann, Freys Alexanderssonar, um að þegar að Sævar Atli sér það sem félagið hefur upp á að bjóða og hittir fólkið sem hjá því starfar sé ekki möguleiki á að hann muni ekki skrifa undir samning hjá Brann. „Ég hef trú á Frey en við þurfum að ræða saman,“ sagði Sævar Atli. „Ég er búinn að tala við hann og einnig við aðstoðarþjálfarann Hartmann.“ Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby hefur hann spilað 126 leiki fyrir félagið, skorað tuttugu mörk og gefið 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Norskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu og hér má finna umfjöllun TV 2.
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira