Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 12:02 Tilkynnt var um tímabundna rekstrarstöðvun kísilversins á Bakka í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi. Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi.
Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06
Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun