Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aðalsteinn Baldursson segir áhrifin af lokun kísilversins á Bakka ná langt út fyrir verið sjálft. Vísir/Egill Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur