Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aðalsteinn Baldursson segir áhrifin af lokun kísilversins á Bakka ná langt út fyrir verið sjálft. Vísir/Egill Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40