Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aðalsteinn Baldursson segir áhrifin af lokun kísilversins á Bakka ná langt út fyrir verið sjálft. Vísir/Egill Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40