Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 09:25 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. Vísir/Anton Brink/Kvika Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum.
Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira