„Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2025 10:31 Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Mynd: Brann SK Eftir tap í fyrsta leik fann Freyr Alexandersson fyrir þeirri gríðarlegu pressu sem fylgir því að vera þjálfari Brann í Noregi. Liðið fór sem betur fer af stað með látum eftir tapið. Brann situr í öðru sæti norsku deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir Viking. Bodø/Glimt situr í 6. sætinu en liðið á fjóra leiki til góða vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. „Heilt yfir erum við búnir að spila vel og niðurstaðan í stigum er meira en ásættanleg,“ segir Freyr sem fann sannarlega fyrir pressunni að vera þjálfari liðsins eftir 3-0 tap í fyrstu umferð. Freyr tók við liðinu í byrjun árs. „Ég fann þetta alveg frá því ég kom til liðsins og eftir þennan tapleik gegn Fredrikstad var það svona súrrealísk upplifun. Þeir voru enn þá skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði og ég fékk að finna fyrir því. Það var sett spurningarmerki við allt og ekkert en það var svo sem fínt að lenda í því þarna.“ Freyr þarf að hafa allar æfingar opnar fyrir fjölmiðlum. Það getur því verið erfitt að halda byrjunarliði Brann í næsta leik leyndu. „Þetta er eiginlega pirrandi en ég er með samkomulag við þá að þeir eru ekki að setja út byrjunarliðið og skrifa um það og þegar ég er með einhverjar taktískar breytingar sem eiga hafa bein áhrif á næsta leik að skrifa ekki um það,“ segir Freyr sem er með Brann í toppbaráttunni eftir níu leiki. „Við eigum þann draum að geta keppt um gullið en erum auðvitað að keppa á móti lið sem er á svona aðeins annarri hillu fjárhagslega, Bodø/Glimt sem er með mjög sterkt og rútínerað lið svo eru fjögur önnur lið sem eru mjög góð og þetta er allt mjög jafnt, en við eigum þann draum að geta keppt um þetta.“ Rætt var við Frey í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Brann situr í öðru sæti norsku deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir Viking. Bodø/Glimt situr í 6. sætinu en liðið á fjóra leiki til góða vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. „Heilt yfir erum við búnir að spila vel og niðurstaðan í stigum er meira en ásættanleg,“ segir Freyr sem fann sannarlega fyrir pressunni að vera þjálfari liðsins eftir 3-0 tap í fyrstu umferð. Freyr tók við liðinu í byrjun árs. „Ég fann þetta alveg frá því ég kom til liðsins og eftir þennan tapleik gegn Fredrikstad var það svona súrrealísk upplifun. Þeir voru enn þá skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði og ég fékk að finna fyrir því. Það var sett spurningarmerki við allt og ekkert en það var svo sem fínt að lenda í því þarna.“ Freyr þarf að hafa allar æfingar opnar fyrir fjölmiðlum. Það getur því verið erfitt að halda byrjunarliði Brann í næsta leik leyndu. „Þetta er eiginlega pirrandi en ég er með samkomulag við þá að þeir eru ekki að setja út byrjunarliðið og skrifa um það og þegar ég er með einhverjar taktískar breytingar sem eiga hafa bein áhrif á næsta leik að skrifa ekki um það,“ segir Freyr sem er með Brann í toppbaráttunni eftir níu leiki. „Við eigum þann draum að geta keppt um gullið en erum auðvitað að keppa á móti lið sem er á svona aðeins annarri hillu fjárhagslega, Bodø/Glimt sem er með mjög sterkt og rútínerað lið svo eru fjögur önnur lið sem eru mjög góð og þetta er allt mjög jafnt, en við eigum þann draum að geta keppt um þetta.“ Rætt var við Frey í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira