„Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2025 12:00 Ágúst Jóhannsson náði einstökum árangri með Valsliðið á tímabilinu. Vísir/Ívar Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira