Sport

Ólympíu­meistari hand­tekinn fyrir ölvunar­akstur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mary Lou Retton á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 þar sem hún vann til gullverðlauna í fjölþraut.
Mary Lou Retton á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 þar sem hún vann til gullverðlauna í fjölþraut. getty/Focus

Mary Lou Retton, sem varð Ólympíumeistari í fjölþraut fyrir rúmum fjörutíu árum, var handtekin í Vestur-Virginíu í síðustu viku fyrir ölvunarakstur.

Retton var stöðvuð af lögreglunni eftir að henni barst ábending um undarlegt ökulag Porsche-bifreiðar. Retton var greinilega ansi slompuð, talaði óskýrt og angaði af áfengi. Þá var vínflaska í farþegasætinu.

Hin 57 ára Retton neitaði að blása eða láta taka sýni úr sér og var svo handtekin. Henni var sleppt eftir að hafa greitt tryggingu upp á 1.500 Bandaríkjadali, eða tæplega tvö hundruð þúsund íslenskar krónur.

Retton vann til gullverðlauna í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Los Angels 1984. Þá var hún aðeins sextán ára. Hún hætti keppni tveimur árum eftir að hafa orðið Ólympíumeistari.

Retton var hætt komin fyrir tveimur árum þegar hún greindist með sjaldgæfa tegund af lungnabólgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×