„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2025 10:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls Vísir/HAG Þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bestudeild kvenna segir stöðu félagsins orðna grafalvarlega þegar kemur að meistaraflokkum félagsins í knattspyrnu. Í raun er knattspyrnudeildin stjórnlaus. Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira