Þorpið Blatten var rýmt fyrr í mánuðinum vegna hættu á aurskriðum. Samkvæmt upplýsingum sem svissneski miðillinn Canal9 fékk frá almannavörnum á svæðinu eru um níutíu prósent þorpsins undir skriðunni eða í rúst.
Guardian hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að stór klumpur hafi brotnað úr Birch-jökli og hrundið af stað aurskriðu sem hrundi bæði yfir þorpið og hluta Lonza árinnar.

Eins er saknað eftir að skriðan hrundi og óttast er að hann liggi í valnum undir rústunum. Talsmaður almannavarna segir hættu á að það versta sé enn ekki yfirstaðið.
Matthias Bellwald bæjarstjóri Blatten sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að samfélagið hyggist endurbyggja þorpið.
Í myndbandi á samfélagsmiðlum sést augnablikið þegar skriðan hrynur niður hlíðina. Myndbandið má meðal annars sjá hér að neðan.