Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 14:01 Sveindís Jane valdi á milli Manchester og Los Angeles. Omar Vega/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu. „Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur. Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
„Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur.
Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira