Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 14:01 Sveindís Jane valdi á milli Manchester og Los Angeles. Omar Vega/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu. „Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur. Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur.
Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira