Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 16:38 Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í framlengingu en tók ekki vítaspyrnu. Michael Campanella/Getty Images BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum. Sænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum.
Sænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira