Jóhanna og Ólafur byrjuðu saman á menntaskólaárunum og voru par í nokkur ár. Hann fylgdi Jóhönnu til Moskvu árið 2009 þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Is It True?
Saman eiga þau eina dóttur. Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum.
Skemmtigarðurinn og danskennsla
Parið hefur nú greinilega ákveðið að ganga í það heilaga, og var Jóhanna gæsuð af vinkonum sínum í gær til að fagna tímamótunum. Gæsunin var með kúreka-þema og klæddist Jóhanna bleikum gallajakka, hvítum kúrekahatti með áletruninni Bride, eða „brúður“ og hvítan tóbaksklút um hálsinn. Vinkonurnar klæddust bláum gallafötum og voru með bleika kúrekahatta.
Meðal þeirra sem tóku þátt í gleðinni voru tónlistarkonan Elísabet Ormslev, Kristín Eva Geirsdóttir, lögfræðingur og eiginkona tónlistarmannsins Sverris Bergmanns, Rita Stevens, sambýliskona handboltamannsins Arons Pálmarssonar og Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti.
Konurnar fóru meðal annars saman í Skemmtigarðinn í Grafarvogi, í danskennslu í Kramhúsinu, slökuðu á í heilsulind og gæddu sér á gómstætum veitingum í heimahúsi.


