Sagði Diddy hafa nauðgað sér Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 11:01 Sean Combs eða Diddy, í dómsal í New York. AP/Elizabeth Williams Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. Konan bar vitni í réttarhöldunum gegn Diddy í gær undir dulnefninu „Mia“ þar sem hún bar fram ásakanirnar í garð Diddy. Þá sagðist hún aldrei hafa getað sagt „nei“ við Diddy og að hún hafi verið lafandi hrædd þegar hann nauðgaði henni. Mia sagði Diddy hafa beitt sig ofbeldi í gegnum árin og að árásirnar hefðu verið mjög svo tilviljunarkenndar. Þá lýsti hún Diddy sem miklum harðstjóra sem setti eigin þarfir og vilja í forgang. Hún sagði hann ítrekað hafa skammað sig fyrir mistök sem aðrir gerðu og að hann hefði haldið henni svo upptekinni að hún svaf stundum ekki í marga daga. „Þetta var óreiðukennt. Þetta var eitrað,“ sagði Mia, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún starfaði fyrir Diddy frá 2009 til 2017 og vann um tíma sem yfirmaður í kvikmyndaveri hans. Mia sagði í dómsal í gær að þó lægðirnar hefðu verið djúpar í vinnunni fyrir Diddy, hafi hæðirnar einnig verið háar. Vinnan hafi getað verið mjög spennandi. Diddy, sem er 55 ára gamall, var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Hann segist alfarið saklaus af þessum ásökunum. Bannað að læsa dyrum Mia lýsti Diddy sem mjög skapstórum manni sem gat skipt skapa með litlum sem engum fyrirvara. Lýsingar hennar eru í samræmi við lýsingar söngkonunnar Cassie, fyrrverandi kærustu Diddy, sem talaði einnig um að hann hefði beitt hana ofbeldi, bæði kynferðislegu og líkamlegu. Mia sagðist einnig oft hafa séð Diddy ganga í skrokk á Cassie. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi á endanum drepa þau öll. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Þá sagði Mia frá því að hún og aðrir starfsmenn Diddy hafi fengið að gista í gestahúsi hans. Henni hafi hins vegar ekki verið heimilt að fara án hans leyfis og hún mátti ekki heldur læsa hurðum í gestahúsinu. Það var svo árið 2010 sem Mia segir Diddy hafa komið inn í svefnherbergi hennar, skriðið upp í rúm til hennar og nauðgað henni. BBC hefur eftir Miu að hún hafi frosið. Þetta hafi ekki tekið langan tíma en henni hafi fundist nauðgunin standa yfir að eilífu. Hún sagði Diddy hafa brotið nokkrum sinnum á sér í gegnum árin. Þegar hún var spurð af hverju hún stóð ekki í hárinu á honum sagði Mia að hann hefði haft gífurlegt vald yfir henni. Hann hefði stjórnað henni og meðal annars geta svipta hana öllu sem hún hefði unnið að. Mia mun áfram bera vitni í dag og munu lögmenn Diddy þá fá að spyrja hana spurninga. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Konan bar vitni í réttarhöldunum gegn Diddy í gær undir dulnefninu „Mia“ þar sem hún bar fram ásakanirnar í garð Diddy. Þá sagðist hún aldrei hafa getað sagt „nei“ við Diddy og að hún hafi verið lafandi hrædd þegar hann nauðgaði henni. Mia sagði Diddy hafa beitt sig ofbeldi í gegnum árin og að árásirnar hefðu verið mjög svo tilviljunarkenndar. Þá lýsti hún Diddy sem miklum harðstjóra sem setti eigin þarfir og vilja í forgang. Hún sagði hann ítrekað hafa skammað sig fyrir mistök sem aðrir gerðu og að hann hefði haldið henni svo upptekinni að hún svaf stundum ekki í marga daga. „Þetta var óreiðukennt. Þetta var eitrað,“ sagði Mia, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún starfaði fyrir Diddy frá 2009 til 2017 og vann um tíma sem yfirmaður í kvikmyndaveri hans. Mia sagði í dómsal í gær að þó lægðirnar hefðu verið djúpar í vinnunni fyrir Diddy, hafi hæðirnar einnig verið háar. Vinnan hafi getað verið mjög spennandi. Diddy, sem er 55 ára gamall, var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Hann segist alfarið saklaus af þessum ásökunum. Bannað að læsa dyrum Mia lýsti Diddy sem mjög skapstórum manni sem gat skipt skapa með litlum sem engum fyrirvara. Lýsingar hennar eru í samræmi við lýsingar söngkonunnar Cassie, fyrrverandi kærustu Diddy, sem talaði einnig um að hann hefði beitt hana ofbeldi, bæði kynferðislegu og líkamlegu. Mia sagðist einnig oft hafa séð Diddy ganga í skrokk á Cassie. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi á endanum drepa þau öll. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Þá sagði Mia frá því að hún og aðrir starfsmenn Diddy hafi fengið að gista í gestahúsi hans. Henni hafi hins vegar ekki verið heimilt að fara án hans leyfis og hún mátti ekki heldur læsa hurðum í gestahúsinu. Það var svo árið 2010 sem Mia segir Diddy hafa komið inn í svefnherbergi hennar, skriðið upp í rúm til hennar og nauðgað henni. BBC hefur eftir Miu að hún hafi frosið. Þetta hafi ekki tekið langan tíma en henni hafi fundist nauðgunin standa yfir að eilífu. Hún sagði Diddy hafa brotið nokkrum sinnum á sér í gegnum árin. Þegar hún var spurð af hverju hún stóð ekki í hárinu á honum sagði Mia að hann hefði haft gífurlegt vald yfir henni. Hann hefði stjórnað henni og meðal annars geta svipta hana öllu sem hún hefði unnið að. Mia mun áfram bera vitni í dag og munu lögmenn Diddy þá fá að spyrja hana spurninga.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21