Rigning í dag og svo von á júníhreti Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:34 Fyrstu gulu viðvaranirnar taka gildi klukkan 9 á mánudagsmorgun. Á vef Veðurstofunnar segir að viðvörunum geti fjölgað. Enn sem komið er eru þær aðeins gular. Veðurstofan Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Á morgun, mánudag gengur í norðan stinningskalda. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við rigningu eða slyddu með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma á heiðum og til fjalla. Úrkoman verður mestmegnis á formi rigningar austanlands fram á kvöld, en síðan gæti hún orðið slyddukennd þar. Suðvestantil verður væntanlega engin úrkoma. Það kólnar í veðri og annað kvöld er hita spáð frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í sjö stig við suðurströndina. Samkvæmt hugleiðingum hvessir svo enn frekar á þriðjudag og er þá útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðanátt og jafnvel storm á stöku stað í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Búast má við talsverðri rigningu á láglendi norðan- og austanlands og slyddu eða snjókomu til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Gular viðvaranir sem gæti fjölgað „Það stefnir semsagt í júníhret fyrripart næstu viku og í gær var byrjað að senda út viðvaranir vegna þess. Líklegt er að í dag muni fjölga viðvörunum og þeim verði svæðaskipt, en slíkt er gert þegar styttra er í atburðinn og spár verða vissari,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings. Búið er að gefa út gula viðvörum vegna veðurs á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Viðvörunin tekur fyrst gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 9 í fyrramálið og svo um hádegi á Norðulandi eystra og seinnipart á Austurlandi. Á miðnætti, aðfaranótt 3. Júní, verður svo gul viðvörun á landinu öllu í heilan sólarhring. Búast má snjókomu og norðan hríð Vestur- og Norðurlandi og krapa og hálku víða á vegum og erfiðum akstursskilyrðum. Spáð er norðan hvassviðri eða storm, hvassast verður á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Í veðurspá segir að huga þurfi að lausamunum og að aðstæður geti orðið varasaman fyrir ökutæki sem taki á sig mikinn vind. Einnig verður talsverð úrkoma norðaustan- og austantil, líklega snjókoma til fjalla sem valdið getur afmörkuðum samgöngutruflunum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Gengur í norðan 10-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma til fjalla. Rigning austanlands, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Kólnandi veður, hiti síðdegis frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina. Á þriðjudag: Norðan 13-23 m/s, hvassast í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Talsverð rigning á láglendi norðan- og austanlands og slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Minnkandi norðanátt. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil, en skúrir á sunnanverðu landinu. Áfram kalt í veðri. Veður Færð á vegum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Sjá meira
Á morgun, mánudag gengur í norðan stinningskalda. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við rigningu eða slyddu með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma á heiðum og til fjalla. Úrkoman verður mestmegnis á formi rigningar austanlands fram á kvöld, en síðan gæti hún orðið slyddukennd þar. Suðvestantil verður væntanlega engin úrkoma. Það kólnar í veðri og annað kvöld er hita spáð frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í sjö stig við suðurströndina. Samkvæmt hugleiðingum hvessir svo enn frekar á þriðjudag og er þá útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðanátt og jafnvel storm á stöku stað í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Búast má við talsverðri rigningu á láglendi norðan- og austanlands og slyddu eða snjókomu til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Gular viðvaranir sem gæti fjölgað „Það stefnir semsagt í júníhret fyrripart næstu viku og í gær var byrjað að senda út viðvaranir vegna þess. Líklegt er að í dag muni fjölga viðvörunum og þeim verði svæðaskipt, en slíkt er gert þegar styttra er í atburðinn og spár verða vissari,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings. Búið er að gefa út gula viðvörum vegna veðurs á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Viðvörunin tekur fyrst gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 9 í fyrramálið og svo um hádegi á Norðulandi eystra og seinnipart á Austurlandi. Á miðnætti, aðfaranótt 3. Júní, verður svo gul viðvörun á landinu öllu í heilan sólarhring. Búast má snjókomu og norðan hríð Vestur- og Norðurlandi og krapa og hálku víða á vegum og erfiðum akstursskilyrðum. Spáð er norðan hvassviðri eða storm, hvassast verður á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Í veðurspá segir að huga þurfi að lausamunum og að aðstæður geti orðið varasaman fyrir ökutæki sem taki á sig mikinn vind. Einnig verður talsverð úrkoma norðaustan- og austantil, líklega snjókoma til fjalla sem valdið getur afmörkuðum samgöngutruflunum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Gengur í norðan 10-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma til fjalla. Rigning austanlands, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Kólnandi veður, hiti síðdegis frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina. Á þriðjudag: Norðan 13-23 m/s, hvassast í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Talsverð rigning á láglendi norðan- og austanlands og slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Minnkandi norðanátt. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil, en skúrir á sunnanverðu landinu. Áfram kalt í veðri.
Veður Færð á vegum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Sjá meira