Seattle Sounders er eitt af þremur liðum MLS deildarinnar sem tekur þátt í HM félagsliða. Liðin fá hátt í tíu milljónir dollara fyrir að taka þátt og geta unnið sér meira inn með góðum árangri en heildarverðlaunaféð hleypur hátt í milljarð dollara.
Samkvæmt reglum MLS deildarinnar verður hlutur leikmanna liðsins hins vegar að hámarki ein milljón dollara í heildina, sem skiptist milli liðsins.
Þetta eru leikmenn ósáttir við og leikmannasamtök MLS hafa fundað með forráðamönnum deildarinnar, án árangurs.
Því var ákveðið að grípa til mótmæla í gær, sem leikmannasamtökin studdu með yfirlýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
The MLSPA and all MLS players stand united with the Seattle Sounders players who tonight demanded a fair share of the FIFA Club World Cup prize money. #FairShareNow #FIFACWC
— MLSPA (@MLSPA) June 1, 2025
Full statement: pic.twitter.com/AAVyGYehxH
Leikmenn Seattle Sounders klæddust upphitunartreyjum þar sem stóð „Club World Cup Ca$h Grab“ sem þýðist lauslega yfir á íslensku „heimsmeistaramótið hefur okkur að féþúfu.“ Aftan á treyjunni stóð „Fair Share Now“ sem þýðir „sanngjarnan hlut strax.“
Every Sounders player is currently wearing a "Club World Cash Grab" shirt in warmups. pic.twitter.com/XGIlVgSbUS
— Noah Riffe (@NoahRiffe) June 1, 2025