Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið: „Verður mjög líkamlega erfið sería“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 09:25 Maté Dalmay telur að menn muni takast mjög hart á í úrslitaeinvíginu. getty / stöð 2 sport Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers. Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira