Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 11:36 Víðir lét Útlendingastofnun vita að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að Oscari yrði boðinn ríkisborgararéttur. Snorri sakar hann um pólitísk afskipti. Vísir/Samsett Snorri Másson, þingmaður Miðflokssins, gerir athugasemdir við vinnubrögð Víðis Reynissonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, og sakar hann um pólitísk afskipti af máli Oscars Bocanegra með því að setja umsókn hans um ríkisborgararétt í forgang. Brottför Oscars var frestað í gær. Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira