Ísak áreittur af stuðningsmönnum: „Hef aldrei séð svona áður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2025 08:02 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Düsseldorf. Stefan Brauer/DeFodi Images via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson varð að loka fyrir athugasemdir á samfélagsmiðlum þegar hann samdi við Köln. Hann yfirgefur erkifjendurna í Düsseldorf og fær að upplifa drauminn, að spila í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“ Þýski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“
Þýski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira