„Auðvitað bregður fólki“ Lovísa Arnardóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2025 19:39 Halla Gunnarsdóttir gagnrýnir launahækkanir æðstu embættismanna og segir toppana í samfélaginu ekki sýna hófsemd. Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum. Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum.
Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira