Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 14:17 Bjarki Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson þekkjast vel enda báðir dáðir synir Skagans. Bjarki lék undir stjórn Guðjóns bæði hjá ÍA og í landsliðinu. Samsett/A&B/Getty „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan. Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira