Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 18:11 Til stimpinga kom á milli einstakra mótmælenda síðasta laugardag. Vísir/Viktor Freyr Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag. Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51
Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03