Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 22:02 Víðast hvar má sjá tómar hillur og samskonar skilti í fríhafnarverslun komufarþega. Vísir Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd. Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira