„Við erum ótrúlega spennt að hefja ferðalagið hjá vinum okkar og nágrönnum í Hveragerði,“ segir Kristín Ruth Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á Bylgjunni en hún mun stýra Bylgjulestinni ásamt þeim Braga Guðmunds og Sigvalda Kaldalóns í sumar.
„Við hlökkum til að sjá allt þetta ofurfólk sem er að fara að hlaupa allskonar vegalengdir um helgina og einnig að fá að kynnast því sem Hveragerði hefur upp á að bjóða, fá til okkar mikið af skemmtilegu fólki í spjall og heyra góða tónlist! Auðvita þarf maður að prófa þessar margrómuðu pizzur í Hoflandi og fá sér einn ís! Er það ekki skylda í Hveragerði,“ segir hún.
Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar verða með í för; Sjóvá og samgöngustofa munu fjalla um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar verða með iKamper vagn til sýnis með lestinni í sumar. 7upZero gefur gestum frískandi drykki og bílaumboðið Askja verður með bílasýningu með Bylgjulestinni.
Næstu áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar
- 14. júní Akureyri
- 21. júní Hallormstaðarskógur
- 28. júní Hafnarfirði
- 5. júlí Akranes
- 13. júlí Selfoss
- 19. júlí Hljómskálagarðurinn
- Síðasti áfangastaður sumarsins mun koma í ljós.