Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 09:08 Varnarmenn réðu ekkert við Shai sem setti stigamet. Hann hefði þó ekki unnið án góðrar hjálpar frá liðsfélögum. William Purnell/Getty Images Oklahoma City Thunder jafnaði úrslitaeinvígið gegn Indiana Pacers með 123-107 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Shai Gilgeous-Alexander á nú metið yfir flest stig skoruð í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis NBA. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira