Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 12:23 Verðlaunahafar Einarsins, Ljóskastarans og Skjöldunnar með verðlaunagripi sína. Patrik Ontkovic Heimildamyndirnar Bóndinn og verksmiðjan, Paradís amatörsins og Ósigraður voru verðlaunaðar á Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sem fór fram í átjánda sinn um helgina. Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði árlega um hvítasunnuhelgina. Hátíðin hófst á föstudagskvölf og lauk í nótt á lokaballi hátíðarinnar þar sem Inspector spacetime skemmtu gestum. Heiðursgestur hátíðarinnar var ítalski leiktjórinn Alessandra Celesia og voru tvær myndir eftir hana sýndar. Þá sýndi Kvikmyndasafn Íslands óséðar perlur frá Patreksfirði, bæði plokkfiskveisla kvenfélagsins Sifjar og fiskiveisla kokksins Gísla Ægis voru á sínum stað og Skjaldborgarbíó var þétt setið. Þrjár heimildamyndir voru verðlaunaðar í þremur flokkum á hátíðinni auk þess sem áhorfendaverðlaunin Ásgeirinn, sem heita í höfuðið á menningarsmyglaranum Ágeiri H. Ingólfssyni sem lést fyrr á árinu, voru veitt í fyrsta sinn og hlaut Beate Rosskopf þau. Barátta bónda við kerfið Bóndinn og verksmiðjan hlutu Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2025, með afgerandi kosningu. Bóndinn og verksmiðjan er eftir Braga Guðmundsson og Hrafnhildi Gunnarsdóttur og fjallar um baráttu bónda í Hvalfirði. Myndin fjallar um baráttu bónda í Hvalfirði við kerfið og afhjúpar máttvana stjórnsýslu og hreðjatök stóriðju á stjórnvöldum og sveitarfélagi. Í myndinni er leitast við að ná fram réttlæti fyrir bóndann og hrossin hennar. Leikstjórar eru Barði Guðmundsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðendur eru Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Krumma Film. Verðlaununum fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl, Trickshot og Phantom hljóðeftirvinnslufyrirtæki verðlaunafé að verðmæti 900 þúsund króna. Fjórir amatörar á Youtube Paradís amatörsins hlaut Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 fyrir mynd í fullri lengd hlaut. Í myndinni deila íslenskir karlmenn úr fjórum kynslóðum eigin lífi á YouTube - frá óperusöng í stofunni heima til fjölskyldumyndbanda og einlægra játninga. Leikstjóri myndarinnar er Janus Bragi Jakobsson og framleiðendur eru Tinna Ottesen og Stefnuljós. „Kvikmyndin er einlæg, áhugaverð, gamansöm og eftirminnileg saga sem heillaði dómnefndina upp úr skónum. Hún býður upp á listræna sýn höfundar um hvernig það er að vinna með sögur annarra sem áður hafa birst á opinberum vettvangi,“ sagði um myndina í umsögn dómnefndar. Verðlaununum fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl, Trickshot og Phantom hljóðeftirvinnslufyrirtæki verðlaunafé að verðmæti 900 þúsund króna. Faðir í baráttu við báknið og sjálfan sig Heimildastuttmynd Ósigraður hlaut Skjölduna, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 fyrir bestu heimildastuttmynd. Leikstjóri er Jóna Gréta Hilmarsdóttir. Myndin fjallar um Hilmar Pál Jóhannesson, föður leikstjórans, en eftir áralangt mál við Reykjavíkurborg vegna lóðar í Gufunesi finnur hann sig í stöðugri baráttu við borgina og sjálfan sig. „Kvikmyndin býður upp á skýra rödd höfundar á verki sem hefst á óréttlæti manns sem ætlar sér að sigra báknið. En í raun er sagan um samband sem skilur áhorfandann eftir með ákveðnar spurningar og flóknar tilfinningar. Höfundur vílar sér ekki við að móta söguframvinduna með skemmtilegum og afhjúpandi augnablikum. Eftir stendur áhugaverður kvikmyndalistamaður sem á framtíðina fyrir sér í greininni,“ segir í umsögn dómnefndar. Skjöldunni fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl að verðmæti 250 þúsund og háhraða vinnsludiskur frá Sensor Films. Dómnefnd Skjaldborgar 2025 var skipuð þeim Ásu Baldursdóttur, dagskrárstjóra Bíó Paradísar, Maks Piłasiewicz, hátíðadagskrárgerðarmanni og framleiðanda, og Sighvati Ómari Kristinssyni, klippara. Vesturbyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns. 6. júní 2025 14:04 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði árlega um hvítasunnuhelgina. Hátíðin hófst á föstudagskvölf og lauk í nótt á lokaballi hátíðarinnar þar sem Inspector spacetime skemmtu gestum. Heiðursgestur hátíðarinnar var ítalski leiktjórinn Alessandra Celesia og voru tvær myndir eftir hana sýndar. Þá sýndi Kvikmyndasafn Íslands óséðar perlur frá Patreksfirði, bæði plokkfiskveisla kvenfélagsins Sifjar og fiskiveisla kokksins Gísla Ægis voru á sínum stað og Skjaldborgarbíó var þétt setið. Þrjár heimildamyndir voru verðlaunaðar í þremur flokkum á hátíðinni auk þess sem áhorfendaverðlaunin Ásgeirinn, sem heita í höfuðið á menningarsmyglaranum Ágeiri H. Ingólfssyni sem lést fyrr á árinu, voru veitt í fyrsta sinn og hlaut Beate Rosskopf þau. Barátta bónda við kerfið Bóndinn og verksmiðjan hlutu Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2025, með afgerandi kosningu. Bóndinn og verksmiðjan er eftir Braga Guðmundsson og Hrafnhildi Gunnarsdóttur og fjallar um baráttu bónda í Hvalfirði. Myndin fjallar um baráttu bónda í Hvalfirði við kerfið og afhjúpar máttvana stjórnsýslu og hreðjatök stóriðju á stjórnvöldum og sveitarfélagi. Í myndinni er leitast við að ná fram réttlæti fyrir bóndann og hrossin hennar. Leikstjórar eru Barði Guðmundsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðendur eru Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Krumma Film. Verðlaununum fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl, Trickshot og Phantom hljóðeftirvinnslufyrirtæki verðlaunafé að verðmæti 900 þúsund króna. Fjórir amatörar á Youtube Paradís amatörsins hlaut Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 fyrir mynd í fullri lengd hlaut. Í myndinni deila íslenskir karlmenn úr fjórum kynslóðum eigin lífi á YouTube - frá óperusöng í stofunni heima til fjölskyldumyndbanda og einlægra játninga. Leikstjóri myndarinnar er Janus Bragi Jakobsson og framleiðendur eru Tinna Ottesen og Stefnuljós. „Kvikmyndin er einlæg, áhugaverð, gamansöm og eftirminnileg saga sem heillaði dómnefndina upp úr skónum. Hún býður upp á listræna sýn höfundar um hvernig það er að vinna með sögur annarra sem áður hafa birst á opinberum vettvangi,“ sagði um myndina í umsögn dómnefndar. Verðlaununum fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl, Trickshot og Phantom hljóðeftirvinnslufyrirtæki verðlaunafé að verðmæti 900 þúsund króna. Faðir í baráttu við báknið og sjálfan sig Heimildastuttmynd Ósigraður hlaut Skjölduna, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 fyrir bestu heimildastuttmynd. Leikstjóri er Jóna Gréta Hilmarsdóttir. Myndin fjallar um Hilmar Pál Jóhannesson, föður leikstjórans, en eftir áralangt mál við Reykjavíkurborg vegna lóðar í Gufunesi finnur hann sig í stöðugri baráttu við borgina og sjálfan sig. „Kvikmyndin býður upp á skýra rödd höfundar á verki sem hefst á óréttlæti manns sem ætlar sér að sigra báknið. En í raun er sagan um samband sem skilur áhorfandann eftir með ákveðnar spurningar og flóknar tilfinningar. Höfundur vílar sér ekki við að móta söguframvinduna með skemmtilegum og afhjúpandi augnablikum. Eftir stendur áhugaverður kvikmyndalistamaður sem á framtíðina fyrir sér í greininni,“ segir í umsögn dómnefndar. Skjöldunni fylgir verðlaunafé frá tækjaleigunni Kukl að verðmæti 250 þúsund og háhraða vinnsludiskur frá Sensor Films. Dómnefnd Skjaldborgar 2025 var skipuð þeim Ásu Baldursdóttur, dagskrárstjóra Bíó Paradísar, Maks Piłasiewicz, hátíðadagskrárgerðarmanni og framleiðanda, og Sighvati Ómari Kristinssyni, klippara.
Vesturbyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns. 6. júní 2025 14:04 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns. 6. júní 2025 14:04