Sviptur fyrirliðabandinu og mun aldrei spila fyrir þjálfara Póllands Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 11:01 Robert Lewandowski mun ekki spila aftur fyrir Pólland meðan Michal Probierz er landsliðsþjálfari. Christof Koepsel - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz. Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025 Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025
Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn