City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 14:30 Mörg stórlið hafa verið á eftir Rayan Cherki. Carl Recine/Getty Images Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku. Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira