Nemar á Landspítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2025 20:03 Ólafur Guðbjörn, framkvæmdastjóri hjúkrunar, ásamt Jóhönnu Lind, hjúkrunarfræðingi, sem var ein af þeim, sem skipulagði daginn. Bæði voru þau mjög ánægð með hvernig til tókst. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa. Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira