Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 07:31 Oumar Diouck varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Þróttar eftir leik í Laugardalnum í fyrrakvöld. Facebook/@umfnknattspyrna Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla. Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum. Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum.
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann