Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar 11. júní 2025 10:30 Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun