Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 11. júní 2025 10:15 Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun