„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 12:31 Valur er ríkjandi bikarmeistari og stefnir á að halda titlinum í bikarskápnum á Hlíðarenda. visir / anton brink Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. „Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
„Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira