Tryggði sig á heimsleikana en endaði á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 08:30 Alex Gazan er komin með farseðilinn á heimsleikana en nú er spurning hvort hún geti keppt. @alexgazan_ CrossFit konan Alex Gazan er ein af fáum sem hafa tryggt sig inn á heimsleikana í CrossFit en heppnin var hins vegar ekki með henni tveimur dögum eftir að farseðillinn á leikana var tryggður. Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_) CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_)
CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira