Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 08:00 Jenny Boucek fagnar hér á bekknum ásamt stórstjörnu Indiana Pacers, Tyrese Haliburton, og aðstoðarþjálfaranum Mike Weinar. Indiana Pacers er 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Getty/Maddie Meyer Það er sterk Íslandstenging í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í ár þar sem Indiana Pacers mætir Oklahoma City Thunder. ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira