Um er að ræða 82,7 fermetra íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í húsi byggðu árið 1950.
Íbúðin skiptist í bjarta stofu, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi, sem var endurnýjað á smekklegan hátt fyrir nokkrum árum. Á gólfum er dökkt viðarparket.
Eldhúsið er prýtt hvíttri, stílhreinni innréttingu með góðu skápaplássi og grárri borðplötu, auk notalegs borðkróks.
Hvítlakkaðar millihurðir með frönskum gluggum, loftlistar og rósettur í loftum setja sjarmerandi svip á heildarmyndina.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





